Nýsköpun, frumkvöðlar og tækifærin í Fjallabyggð er þema næsta fundar Fræðafélags Siglufjarðar.
Að þessu sinni verða tvö erindi á fundinum:
  • Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri fjallar um nýsköpun og tækifærin í okkar sveitarfélagi, Fjallabyggð.
  • Anna Lind Björnsdóttir, verkefnisstjóri SSNE segir frá Norðanátt – hreyfiafli nýsköpunar á Norðurlandi og styrkjaumhverfinu.

 

Áhugasamir hvattir til að sækja fundinn, sem fer fram þriðjudaginn 14. mars kl. 17:00 í Gránu, verksmiðjuhúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

Gæti verið mynd af einn eða fleiri og texti