Frábær tilboð á Sigló hótel út september

Á heimasíðu Sigló hótel má finna frábær sumartilboð sem gilda út september.  Ódýrasta herbergið er classic herbergi á 22 þús. með morgunverði, heitum potti og gufubaði. Einnig er hægt að fá uppfærslur í betri herbergi fyrir lítinn pening. Hægt er að fá fjölskyldu herbergi á 35 þús kr. ásamt morgunverði, þar er miðað við tvíbreitt rúm og tvö stök rúm, en einnig hægt að fá auka rúm gegn gjaldi.

Fleiri tilboð eru á vef Siglohótel.is, en má þar m.a. finna gistingu og kvöldverð, gistingu og golf og fleira.

Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon / Héðinsfjörður.is
Sigló hótel
Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon / Héðinsfjörður.is