Það er umtalað núna í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð hversu gott samstarf er með yngri flokka félaganna en liðið er með sameiginlegt lið í nokkrum af yngri flokkum undir nafni KF/Dalvík.
Stelpurnar í 4. flokki B-liða KF/Dalvíkur hafa byrjað Íslandsmótið frábærlega og unnið fyrstu 5 leikina. Tveir leikir hafa verið á heimavelli og þrír á útivöllum. Heimaleikirnir hafa verið leikir á gervigrasinu á Dalvík.
Mikið er um ferðalög í þessum flokki, en það eru 8 lið í þessum C-riðli, þar af 5 lið á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Reykjanesi og eitt á Suðurlandi.
Eftir fyrstu 5 leikina hafði KF/Dalvík aðeins fengið á sig 5 mörk en skoraði 24 mörk. Önnur lið hafa leikið fleiri leiki, eða 7-8 en hafa enn ekki náð KF/Dalvík að stigum.
Fyrsti leikurinn var í byrjun maí og vannst þá stórsigur á móti KFR sem er lið á Suðurlandi, lokatölur 8-0. Þess má geta að KF er núna í 2. sæti mótsins.
13. maí var útileikur gegn Njarðvík/Þrótti á Reykjanesinu og vannst hann 3-7.
14. maí var útileikur gegn Stjörnunni/Álftanesi og vann KF/Dalvík 0-2.
Heimaleikur gegn Breiðablik-2 fór 3-1 fyrir KF/Dalvík.
Útileikur gegn Fjölni 18. júní fór 1-4 fyrir KF/Dalvík.
Frábær byrjun en mótið klárast í lok ágúst og margir leikir eftir. Liðið leikur oftar en ekki tvo leiki þegar liðið fer suður og því oft mikið álag á stuttum tíma.