Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer átti að vera á siglingu við Scoresby Sund á Grænlandi en vegna mikils hafíss þar var ákveðið með tveggja sólahringa fyrirvara að halda til Siglufjarðar í staðinn, en skipið kom á laugardaginn til Siglufjarðarhafnar. Skipið er einnig áætlað að koma þann 12. júlí næstkomandi til Siglufjarðar. National Geographic Explorer sem er með um 150 farþega, komu á Síldarminjasafnið á Siglufirði, sáu síldarsöltun og smökkuðu á síld, rúgbrauði og brennivíni í glaða sólskini áður en haldið var í skoðunarferð um safnhúsin. Skipið kom einnig við í Grímsey og á Húsavík í heimsókn sinni til Íslands.