Fótboltamót Knattspyrnufélags Fjallabyggðar

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar stendur fyrir innanhússfótboltamót, laugardaginn 30. desember kl. 14:00, sem haldið verður í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt verður í karla- og kvennaflokki, 15 ára og eldri. Lágmarksfjöldi er 5 í hverju liði, en hámark 8. Þátttökugjald er 2000 kr. á einstakling og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki.