Fótboltagolfvöllur byggður án leyfis í Dalvíkurbyggð

Í september var tilkynnt að 9 holu fótboltagolfvöllur væri tilbúinn til notkunar vesta íþróttamiðstöðvar í Dalvíkurbyggð.  Í ljós hefur komið að völlurinn var byggður án leyfis og ekki hafi verið sótt um framkvæmdaleyfi samkvæmt byggingar- og skipulagslögum.  Þá sóttu framkvæmdaraðilar ekki um land eða lóð undir þessa starfsemi. Einnig var Dalvíkurbyggð ekki tilkynnt hver væri ábyrgur og umsjónaraðili vallarins.

Hugmyndin af vellinum er komin frá íþróttakennurum Dalvíkurbyggðar en umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar útbjó völlinn og Promens gaf plasthólka á völlinn sem eru holur fyrir boltana.

Fotboltagolf1

 

Mynd frá heimasíðu Dalvíkurbyggðar.