Fótboltafréttir dagsins á Norðurlandi

2.deild karla

Dalvík/Reynir 2 – 0 ÍH

1-0 Hinrik Hinriksson 2-0 Kristinn Þór Björnsson

Tindastóll/Hvöt 1 – 1 Höttur

0-1 Friðrik Ingi Þráinsson 1-1 Ingvi Hrannar Ómarsson

 Dalvík/Reynir vann í dag góðan sigur á ÍH fyrir norðan þegar liðin mættust í 2. deild karla.  Dalvíkingarnir hafa átt ágætis tímabil á sínu fyrsta sumri í 2. deildinni. Hinrik Hinriksson skoraði fyrsta mark Dalvíkinga snemma leiks áður en Kristinn Þór Björnsson bætti við marki í síðari hálfleik. Með sigrinum í kvöld komst liðið í 8. sæti deildarinnar fyrir ofan Völsung.

Tindastóll/Hvöt gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Hetti frá Egilsstöðum. Friðrik Ingi Þráinsson kom Hetti yfir en Ingvi Hrannar Ómarsson jafnaði metin fyrir heimamenn.

1.deild karla

KA 0 – 2 Leiknir R.
0-1 Pape Mamadou Faye
0-2 Pape Mamadou Faye

Leiknismenn fara vel af stað undir stjórn nýja þjálfarans Zoran Miljkovic, en þeir unnu í dag mikilvægan sigur í 1. deildinni gegn KA á Akureyri í dag.

Þetta var fyrsti sigur Leiknismanna á tímabilinu og lyftir hann þeim upp fyrir HK og í 11. sætið. Pape Mamadou Faye hefur verið bestur Leiknismanna í sumar og skoraði hann bæði mörk þeirra á Akureyri í dag.