Fótboltafréttir að norðan: KA gerði aðeins jafntefli við ÍR

1.deild karla í Knattspyrnu

ÍR 1 – 1 KA,
1-0 Haukur Ólafsson (Víti) (16)
1-1 Ómar Friðriksson (45)

Það var botnslagur á ÍR-velli í gærkvöldi í góðu veðri en bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda, þá sérstaklega KA-menn sem voru í fallsæti fyrir leikinn en ÍR fjórum stigum á undan. Það var Haukur Ólafsson sem kom ÍR í 1-0 úr  víti í fyrri hálfleik og Ómar Friðriksson jafnaði metin fyrir leikhlé. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir nokkur færi.

Leikmenn og þjálfarar beggja liða gengu ósáttir af velli þegar leikurinn hafði verið flautaður af. KA-menn reyndu hvað þeir gátu í lokin til að ná sigurmarki en að sama skapi fengu ÍR-ingar hættuleg færi í byrjun beggja hálfleika og hefðu átt að fá aðra vítaspyrnu þrátt fyrir að sú fyrri hafi verið umdeilanleg.

KA-menn geta andað örlítið léttar því stigið kom þeim upp úr fallsætinu en ÍR-ingar eru í áttunda sæti með 15 stig.

Dómari leiksins var Magnús Jón Björgvinsson.