Föstudagurinn langi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Að vanda er ýmislegt um að vera í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskana. Á föstudaginn langa opnar sýning í Kompunni í Alþýðuhúsinu og einnig verður gjörningadagskrá.

Dagskrá:

25. mars föstudagurinn langi.

Hulda Vilhjálmsdóttir opnar sýningu í Kompunni kl. 15.00.
Hulda býr og starfar í Reykjavík, hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Hulda hefur getið sér gott orð fyrir ljóðræn og oft á tíðum dularfull málverk þar sem hún fjallar um hugarástand manneskju á næman máta.
Kompan er opin kl. 14.00 – 17.00 laugardaginn 26. mars, mánudaginn 28. mars og svo daglega þegar skilti er úti til 24. apríl.

Gjörningadagskrá á föstudaginn langa kl. 15.30 – 17.00 þar sem fram koma Freyja Reynisdóttir, Brák Jónsdóttir, Magnús Pálsson og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Undanfarin tvö ár hefur Aðalheiður staðið fyrir gjörningadagskrá á föstudaginn langa í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Fjöldi listamanna hafa komið fram með veigamikla gjörninga og metnaður lagður í alla umgjörð og upplifun gesta. Gjörningar fjalla um að fanga augnablikið og ná tengslum við áhorfandann sem oft á tíðum verður þátttakandi í verkinu. Aðsókn á gjörningadagskrána á föstudaginn langa hefur verið með ólíkindum og færri hafa komist að en vildu. Er því full ástæða til að efla þessa hátíð og gera árlega.

allinn