Föstudagur á Þjóðlagahátíð

Það var þétt dagskrá í dag á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og á morgun föstudag verða einnig viðburðir. Það verður dansað og sungið við Þjóðlagasetrið, tónleikar verða í Bátahúsinu með Ragnheiði Gröndal. Söngvar og danstónlist í Siglufjarðarkirkju og einnig verður viðburður á Rauðku.

FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021

ÞJÓÐLAGASETRIÐ KL. 17.00 – 18.00

Dansað og sungið við Þjóðlagasetrið (í góðu veðri)

BÁTAHÚSIÐ KL. 20.00 – 21.00

Töfrabörn

Ragnheiður Gröndal söngur, Guðmundur Pétursson gítar, Haukur Gröndal klarinett, Kjartan Valdemarsson píanó og Matthías Hemstock slagverk

SIGLUFJARÐARKIRKJA KL. 21.30 – 22.30

Tónlist milli stríða. Söngvar og danstónlist millistríðsáranna

Tríó Amasía

Ármann Helgason klarinett, Hlín Erlendsdóttir fiðla og Þröstur Þorbjörnsson gítar

RAUÐKA KL. 23.00-24.00

Dansað á Balkanskaga

Skuggamyndir frá Býzans

Ásgeir Ásgeirsson saz, búsúkí, Haukur Gröndal klarinett, Þorgrímur Jónsson kontrabassi og Eric Quick slagverk