Föstudagur á Akureyrarvöku

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Akureyrarvaka fer fram 24. -25. ágúst árið 2018.

10:00 – LISTAGILIÐ

Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu og krakkar af leikskólunum Lundarseli og Pálmholti taka niður Listasumarsfánann, flagga Akureyrarvökufánanum og syngja afmælissönginn.

 

18:00 – MENNINGARHÚSIÐ HOF

Menningarfélag Akureyrar býður upp á leiðsögn um sýninguna „Stórval í 110 ár“ í Menningarhúsinu Hofi.
Tinna Stefánsdóttir langafabarn listamannsins segir frá honum og fjallar um einstaka verk.

 

KAKTUS OPNAR

Opnun í Kaktus í nýju húsnæði að Strandgötu 11b föstudaginn 24. ágúst kl. 19-22. Lifandi vinnustofur og sýningarrými.
Einnig verður opið laugardaginn 25. ágúst kl. 16-20.

Bakhjal: Akureyrarstofa

 

20:00 – 21:30 – RÖKKURRÓ Í LYSTIGARÐINUM

Setning Akureyrarvöku fer fram í rómantísku rökkri Lystigarðsins. Kristján Edelstein tekur á móti gestum með ljúfum gítartónum og Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, setur hátíðina. Farið verður létt yfir dagskrá hátíðarinnar áður en garðurinn fyllist af list. Fram koma Sóknarskáld, Karlakór Akureyrar – Geysir, Guðrún Harpa Örvars og Kristján Edelstein, dansarar frá Dansskóla STEPS, Birkir Blær og raftónlistarmaðurinn Stefán Elí, tóndæmi af fyrstu plötu Kjass fá að hljóma, auk þess sem ljósmynda- og verkfærasýningin „Einu sinni var” verður opnuð í Lystigarðinum, en hún er í skúrnum fyrir neðan íslensku beðin.
Sýningin verður opin frá kl. 8-16 til 30. september 2018.

 

21:00 – 07:00 – AMTSBÓKASAFNIÐ

Mynd- og hljóðverkinu Coco Vin verður varpað framan á Amtsbókasafnið á meðan dimmt er. Myndbandið var samið af Katrínu Björgu Gunnarsdóttur og Anne Balanant. Hljóðverkið var samið af Áka Sebastian Frostasyni.

 

21:00 – MENNINGARHÚSIÐ HOF

Hinn ástsæli Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveitinni Tusk spilar í Nausti í Hofi. 1862 Nordic Bistro og Menningarfélag Akureyrar bjóða alla hjartanlega velkomna.

 

21:00 – RÁÐHÚSTORG 7

HLUSTUNARPARTÝ KJASS
Kjass gefur út sína fyrstu plötu, Rætur, í byrjun september en hér verður tækifæri til að hlýða á hana með skemmtilegu fólki, ræða málin og njóta léttra veitinga.
Rauð hurð við hliðina á Serrano.

 

21:30 – CAFÉ LAUT

Guðrún Harpa Örvarsdóttir og Kristján Edelstein flytja hugljúfar íslenskar dægurlagaperlur sem allir þekkja og elska í Café Laut.
Sannkölluð rökkurróarstemning og rómantík.

 

21:00 – MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Pétur og úlfurinn er undurfalleg sýning sem var frumsýnd í  Þjóðleikhúsinu. Hún hefur ferðast um Ísland og víða um heim.  Með handunnum trébrúðum sínum og töfrabrögðum brúðuleikhússins sýnir Bernd Ogrodnik okkur þetta skemmtilega verk á hrífandi hátt.

 Aðalstyrktaraðilar: Akureyrarstofa, Bílaleiga Akureyrar, Menntaskólinn á Akureyri

 

21:00 – 24:00 – LEIKHÚSFLÖTIN

Það verður sannkölluð karnival-stemning fyrir alla fjölskylduna á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið á föstudagskvöldið. Frá kl. 21 verður sirkusfjör þar sem að Húlladúllan ásamt fríðu föruneyti kennir alls konar sirkuslistir sem henta öllum aldurshópum. Qudditch-völlurinn frá Amtsbókasafninu verður settur upp og er því um að gera að safna í lið, en einnig verður hægt að mynda lið um kvöldið. Fimleikafélag Akureyrar sýnir listir sínar og býður upp á andlitsmálningu fyrir börnin. Húlladúllan dregur fram ljóshringina sína þegar verður orðið nógu dimmt og fagnar rökkrinu.

 

21:00 – 24:00 – DRAUGAGANGUR Í SAMKOMUHÚSINU

Draugar fortíðar bregða á leik í Samkomuhúsinu ásamt eldspúurum og stultugangandi fólki. Alvöru draugahús fyrir þá sem þora! Aldurstakmark er 12-25 áraþar sem sum atriði gætu valdið óhug. ATHUGIÐ: Einungis komast 15 að á hverja sýningu, en þær eru reglulega á milli kl. 21-24. ENGINN KEMST AÐ ÁN ÞESS AÐ SKRÁ SIG. Til að skrá sig þarf að mæta í miðasöluna í Samkomuhúsinu, en hún verður opnuð kl. 20:30 á föstudagskvöldið. FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ og einungis einn miði á mann. Athugið að ölvun og áfengi ógildir miðann.

 Aðalstyrktaraðilar: Norðurorka, Menningarfélag Akureyrar

 

22:00 – BACKPACKERS

Snillingarnir í Darth Coyote rokka staðinn.

 

22:00 – GRÆNI HATTURINN

Síðustu tónleikar Killer Queen árið 2018 og því er skyldumæting.

*Aðgangseyrir.