Forvitnileg ársskýrsla Bókasafns Fjallabyggðar

Út er komin ársskýrsla Bókasafns Fjallabyggðar fyrir árið 2014. Skýrsla er mjög ítarleg og áhugaverð fyrir þá sem vilja vita allt um safnið. Þarna má meðal annars lesa um 62% aukningu gesta frá árinu 2013, en gestirnir á síðasta ári voru alls 8341. Framlag Fjallabyggðar til safnsins á árinu 2014 var rúm 21 milljón. Bóksafnið á Ólafsfirði flutti í nýtt húsnæði, sem rúmar aðeins 4000 bókatitla en safnið á 16.000 titla. Fram kemur að hillur hafi verið keyptar af Samtökunum 78.

Þeir sem hafa áhuga að vita meira um Bóksafn Fjallabyggðar geta lesið alla skýrsluna hér.