Í gær heimsótti forvarnarfulltrúi lögreglunnar á Norðurlandi eystra nemendur í 8. – 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Fyrirlesturinn fjallaði meðal annars um sakhæfisaldur, myndbirtingar á netinu, ofbeldi ungmenna og haturstjáningu. Einnig kom fulltrúinn inn á kynferðisofbeldi, notkun vímuefna og vopnaburð.
Skólastjórnendur Grunnskóla Fjallabyggðar eru að skoða fyrirlestur frá lögreglunni fyrir forráðamenn.