Forvarnardagurinn í framhaldsskólum í dag

Forvarnardagurinn er í fyrsta sinn haldinn í framhaldsskólum landsins í dag. Forvarnardagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í grunnskólum landsins síðastliðin sex ár en í ár taka framhaldskólarnir í fyrsta sinn þátt í deginum. Rannsóknir sína að áfengisdrykkja unglinga í 10. bekk eykst um 43 prósent þegar þeir fara yfir í fyrsta bekk í framhaldsskóla.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er á Akureyri í dag þar sem hann heimsækir bæði grunnskóla og framhaldsskóla til þess að minna á mikilvægi þess að ungmenni fresti eða sleppi því að neyta áfengis. „Ef ungt fólk frestar því að drekka áfengi fram yfir tvítugt þá eru nánast engar líkur á því að það verði fíkniefnum að bráð síðar á ævinni,“ sagði Ólafur Ragnar.

Nemendur Menntaskólans á Akureyri tóku vel á móti forsetahjónum í morgun og kunnu vel að meta forvarnarboðskap forsetans sem sagði við þá: „Munið það sem Páll Óskar segir í myndbandinu sem þið sáuð í grunnskóla: „Ef maður fer að fokka eitthvað í líkamanum með áfengi eða vímuefnum þá fokkar maður upp lífinu sjálfu“.

Rúv.is greinir frá.