Forval VG á Akureyri

Forval í sex efstu sæti framboðslista Vinstri grænna á Akureyri til bæjarstjórnar fer fram dagana 2. til 5. mars. Forvalið er rafrænt í þetta sinn, á sama hátt og forval Vinstri grænna í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar síðastliðið haust.

Á Akureyri er kosning um sex efstu sætin og níu eru í framboði. Sóley Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri stefnir ekki lengur á að leiða listann, en Jana Salóme Ingibjargar- og Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi og Ásrún Ýr Gestsdóttir háskólanemi takast á um oddvitasætið.

Forval í sex efstu sæti framboðslista Vinstri grænna á Akureyri til bæjarstjórnar fer fram dagana 2. til 5. mars. Niðurstaðan fyrir fyrstu þrjú sætin er bindandi. Kjörstjórn Vinstri grænna á Akureyri hvetur alla félaga sem vilja hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að bjóða sig fram.

Þegar niðurstöður forvals liggja fyrir mun kjörstjórn vinna tillögu að fullskipuðum framboðslista sem lögð verður fram til samþykkis á félagsfundi Vinstri grænna í Akureyri og nágrenni. Kjörstjórn mun nota aðferð uppstillingar í sæti 7 til 22 og hvetur kjörstjórn félaga sem hafa áhuga á að sitja í þeim sætum að senda póst á netfang kjörstjórnar.