KF/Dalvík í yngri flokkum kvenna voru á Símamótinu um miðjan júlí mánuð með fimm lið. Heilt yfir gekk liðunum vel en eitt liðana stóð þó uppúr og unnu þær alla sína leiki í riðlinum, útslætti og í úrslitaleik. Þetta var 6. flokkur KF/Dalvík sem léku í riðli með Fjarðabyggð, Breiðablik og KFR. Í útslættinum og úrslitum mætti KF/Dalvík liði Þórs, ÍBV og Völsungi og unnu alla þá leiki. Samtals 6 leikir á þessu skemmtilega kvennamóti og allt sigrar. Frábær árangur hjá stelpunum.
Annað lið í 6. flokki KF/Dalvík gekk einnig vel í riðlakeppninni og voru í 2. sæti með tvo sigra og eitt jafntefli. Í útslættinum og úrslitum tapaði liðið tveimur leikjum en vann einn.
KF/Dalvík sendi einnig lið í 7. flokki kvenna sem gekk vel í riðlinum sínum og unnu tvö leiki og töpuðu einum. Liðinu gekk einnig vel í útslætti og úrslitum og unnu alla þrjá leikina þar. Aftur frábær árangur.
Eldri stelpurnar í 5. flokki KF/Dalvík voru með tvö lið. Annað liðið var í 2. sæti í riðlakeppninni og vann tvo leiki og tapaði einum. Í útslættinum og úrslitum var liðið svo með jafntefli, sigur og einn tapleik.
Hinu liðinu í 5. flokki gekk einnig vel í riðlakeppninni, enduðu þar í 2. sæti með tvo sigra og eitt tap. Liðinu gekk hinsvegar erfiðlega í útslætti og úrslitum og töpuðu þremur síðustu leikjunum.