Forstöðumaður íþróttamannvirkja Fjallabyggðar sagði upp

Forstöðumaður íþróttamannvirkja Fjallabyggðar og Vinnuskóla Fjallabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu. Starfslok hans verða 31. desember 2022.

Starfið verður væntanlega auglýst á næstu vikum eða mánuðum á vef sveitarfélagsins.

Þetta kom fram á fundi Fræðslu- og frístundarnefndar Fjallabyggðar sem fram fór í vikunni.