Forstjóra vantar fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN). Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. október 2014.

Starfssvæði stofnunarinnar nær frá Blönduósi til Þórshafnar og sinnir þeim verkefnum sem áður voru á herðum heilbrigðisstofnananna á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og heilsugæslustöðvanna á Dalvík og Akureyri.  Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í  tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.  Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með fjölmennustu vinnustöðum á Norðurlandi þar sem starfa að jafnaði um 450 manns í um 330 ársstörfum, ársvelta er um 4 milljarðar króna.

Nánar um starfið á starfatorg.is