Forsetinn mætir á Handverkshátíðina

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reid munu verða gestir Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar á Hrafnagili föstudaginn 5. ágúst. Hátíðin verður sett á morgun fimmtudag klukkan 12.00 en forsetahjónin verða gestir hátíðarinnar upp úr hádegi á föstudag.

Hátíðin sem nú er haldin í 24. sinn er að venju fjölbreytt þar sem handverksfólk alls staðar að af landinu sýnir handverk sitt en um sölusýningu er að ræða. Að þessu sinni er einnig landbúnaðarsýning á Hrafnagili og því ljóst að allir fjölskyldumeðlimir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á sýningarsvæðinu. Teymt verður undir börnum alla dagana, húsdýr verða til sýnis auk þess sem á laugardag verður boðið upp á listasmiðju fyrir börn. Þá er hið rómaða kaffihús Samherja og björgunarsveitarinnar Dalbjargar á sínum stað.

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning Hrafnagili Eyjafjarðarsveit
Fimmtudag – laugardag frá kl. 12.00 – 19.00
Sunnudag frá kl. 12.00 – 18.00

Dagskrá á útisvæði :
Alla daga teymt undir börnum – húsdýrasýning – búvélasýning – veitingasala – lifandi tónlist

Föstudag kl. 15.00 bændaglíma, keppni milli landssambands sauðfjárbænda og landssambands kúabænda þó verður ekki keppt í glímu.
Föstudag kl. 12.00 – 16.00 sveitamarkaður í matartjaldi
Föstudag kl. 19.30 – 23.00 Kvöldvaka og uppskeruhátíð

Laugardag kl. 13.00 – 17.00 listasmiðja fyrir börn
Laugardag kl. 14.00 hestasýning, ungir hestamenn úr Funa sýna listir sínar
Laugardag kl. 15.00 tískusýning

Sunnudag kl. 14.00 kálfateyming
Sunnudag kl. 14.00 – 16.00 opin bú. Bændur á Sigtúnum og Hvassafelli
Sunnudag kl. 15.00 tískusýning
Sunnudag kl. 16.00 fallegasti haninn, fallegasta hænan. Dýrin hafa verið til sýnis frá sunnudagsmorgni og geta sýningargestir kosið um fallegustu dýrin.

Handverksmarkaður fimmtudag, laugardag og sunnudag í veislutjaldi.
Fjölbreyttur og spennandi matarmarkaður alla dagana.