Forsala er hafin í Ólafsfjarðará. Almenn sala hefst síðan 1. apríl 2013. Hægt er að panta daga hér. Úhlutunareglur eru:
Aðeins skuldlausir SVAK-félagar geta keypt leyfi. Fyrstu vikuna er hverjum félagsmanni aðeins heimilt að kaupa 1-2 veiðidaga en stangafjöldi er ekki skilyrtur (1-4 stangir). Að öðru leyti gildir að fyrstur kemur fyrstur fær.
Vetrarstarf stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar hélt áfram s.l mánudag með kynningu Ragnars Hólm um hvernig krækja eigi í sjóbleikju í Ólafsfjarðaránni en SVAK og Flugan eru leigutakar að ánni. Ánni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Aðeins eru seldir heilir dagar og eru svæðaskipti á vaktaskiptum.