Fornleifarannsóknir í Hrísey
Orri Vésteinsson prófessor við Háskóla Íslands hefur kynnt fyrir Akureyrarbæ fyrirhugaða forrannsókn vegna rannsóknar á eyðibýlinu Hvatastöðum á austurströnd Hríseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri og Háskóla Íslands. Ætlunin er að taka sýni, hreinsa snið þar sem brýtur af sjávarbakkanum og grafa tvo 1×1 metra könnunarskurði sem fyllt verður í aftur. Rannsóknin mun ekki skilja eftir sig nein varanleg ummerki á vettvangi.