Formleg lyklaskipti í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

Formleg lyklaskipti fóru fram í Ráðhúsinu á Sauðárkróki í upphaf síðustu viku þegar Ásta Pálmadóttir, fráfarandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, afhenti nýjum sveitarstjóra, Sigfúsi Inga Sigfússyni lyklana. Oddvitar meirihlutans, Stefán Vagn Stefánsson og Gísli Sigurðsson, þökkuðu Ástu vel unnin störf og óskuðu henni velfarnaðar á komandi tímum og buðu þeir nýjan sveitarstjóra velkominn til starfa.

Þetta kemur fram á vef Skagafjarðar.