Forgangsverkefni Fjallabyggðar á næstu samgönguáætlun

Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir ábendingum frá sveitarstjórn Fjallabyggðar um forgangsverkefni sem að hún vill setja í forgang í næstu samgönguáætlun.
Bæjarráð bendir á neðantalin verkefni.
1. Vegur að skíðasvæðinu á Siglufirði.
2. Samgöngubætur frá Fljótum til Siglufjarðar(Siglufjarðarvegur,Strákagöng).
3. Samgöngubætur frá Dalvík til Ólafsfjarðar(Múlagöng).
4. Hafnarbætur.
5. Áframhaldandi uppbygging millilandaflugvallar á Akureyri.
Þessar framkvæmdir munu stuðla að miklum samgöngubótum á norðanverðum Tröllaskaga og frekari samvinnu sveitarfélaga á svæðinu.
Bættar samgöngur eru forsenda þess að hægt sé að koma bæjarfélaginu í samband við aðra þjónustukjarna á þeirri forsendu sem samgönguráð setur í stefnumótun sinni fyrir árið 2011 – 2022.
Strákagöng og Múlagöng eru orðin börn sín tíma og hamla eðlilegri og vaxandi umferð um Fjallabyggð.
Hafnarbætur á Siglufirði eru einnig nauðsynlegar með tilliti til væntinga bæjarfélagsins um aukna hafnsækna starfsemi.