Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð lokið, en stofnaður var samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð í byrjun árs 2023. Samráðshópurinn hefur nú lokið störfum og hefur stefna um framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð verið gefin út.

Eitt af stóru málunum hjá samráðshópnum var að skoða forgangsröðun vegna uppbyggingar íþróttamannavirkja í Fjallabyggð.

Eins og verið hefur í umræðunni undanfarin ár þá vantar heilsárs æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í Fjallabyggð. Efst á þessum góða lista er gervigrasvöllur í fullri stærð Ólafsfirði.

Listinn eftir forgangsröðun:

  1. Byggja upp góða heilsárs æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir knattspyrnu í Ólafsfirði gervigrasvöllur í fullri stærð.
  2. Viðbygging og endurbætur við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði.
  3. Uppbygging nýs golfskála á Skeggjabrekkuvelli sem einnig nýtist annarri útivist yfir vetrartímann.
  4. Klára framkvæmdir sem hafnar eru við golfvöll í Skeggjabrekkudal.
  5. Uppbygging framtíðar skíðasvæðis í Skarðsdals.
  6. Bæta aðstöðu til gönguskíðaiðkunar í sveitarfélaginu – uppbygging Bárubrautar í Ólafsfirði.
  7. Tryggja að golfskáli við golfvöll í Hólsdal á Siglufirði verði áfram í þjónustu við iðkendur golfvallarins.
  8. Byggja upp aðstöðu fyrir brimbrettafólk við Brimnes í Ólafsfirði.

 

Markmikið samráðshópsins er upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð sem verði byggður í Ólafsfirði og stórbætt aðstaða innan 5 ára þ.e. fyrir 2028.