Forgangsröðun framkvæmda í Norðurþingi

Bæjarráð Norðurþings svarar erindi frá Eyþing – samtökum sveitarfélaga í Eyjarfirði og Þingeyjarsýslu og varðar forgangsröðun á fjárfestingarverkefnum í tengslum við 20/20 áætlun ríkisstjórnar Íslands. Um er að ræða nýframkvæmdir sem áhrif hafa á innviði í samfélaginu. Helstu áherslur Norðurþings eru; Dettifossvegur frá Dettifossi niður í Kelduhverfi, Iðnaðarvegur á milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarlóðar á Bakka, ný brú yfir Skjálfandafljót í Köldukinn, klára að leggja bundið slitlag á Kíslilveg auk annarra minni verkefna.