Foreldrakönnun í Fjallabyggð: 9.2% hafa orðið fyrir einelti á skólaárinu

Út er komin vegleg skýrsla frá Grunnskólum Fjallabyggðar um viðhorfskönnun sem lögð var fyrir foreldra barna í bekkjum 4., 7. og 10. bekk.

Fram kemur í þessar könnun að rúmlega 9.2 % barna hafa verið lögð í einelti í Grunnskólum Fjallabyggðar á þessu skólaári.

  • Um 60  % telja að skólinn taki eineltismál af festu.
  • 77% eru ánægð með skólann og 17.9% mjög ánægð.
  • Tæplega 50% segja barninu sínu líði vel í skólanum en 3 % segja barninu sínu líða frekar illa.
  • 60% segja kennsluna yfirleitt í góðu lagi.
  • 17% telja heimavinnu vera of litla.
  • 52 % foreldra segjast treysta kennurum skólans en 44% segjast treysta flestum kennurum skólans.

Alla skýrsluna má lesa hér í heild sinni.