Foreldrafélagið gaf leikskólanum tvær sexbura kerrur

Foreldrafélag Leikskála á Siglufirði keypti tvær sexbura kerrur fyrir ágóðann af páskahappadrætti félagsins sem haldið var í vor og færði leikskólanum að gjöf.
Kerrurnar eru mjög veglegar og fylgja þeim bæði regnplast og svuntur. Þær eru með sjálfvirkri bremsu og er kerran því alltaf í bremsu nema ýtt sé á handfangið.  Auk þess er 5 punkta belti er í hverju sæti.

Kerrurnar gefa starfsmönnum leikskólans á Siglufirði aukið tækifæri til vettvangsferða með 12 af yngstu börnum leikskólans á sama tíma.

Frá þessu var fyrst greint á vef Fjallabyggðar.

Mynd: Fjallabyggð.is