Foreldrafélag Dalvíkurskóla hefur í gegnum tíðina verið duglegt að styrkja skólastarfið í Dalvíkurskóla. Nýlega afhenti Foreldrafélagið Dalvíkurskóla Tæknilegókassa að andvirði um 50 þúsund króna. Einnig var formlega afhent gjafabréf upp á 150 þúsund krónur til kaupa á ýmiskonar tæknidóti til að nota við kennslu í Upplýsingatækni.