Fór holu í höggi á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði

Kylfingurinn Elvar Aron Hauksson frá Golfklúbbi Hveragerðis, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði í dag. Höggið kom á 5. holu vallarins sem er par 3 og 150 metra löng.  Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla var leikin um helgina á vellilnum og var Elvar að keppa fyrir hönd Hveragerði.

Mynd: GFB.