Fór holu í höggi á Akureyri

Jónas Þór Hafþórsson stórkylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar fór holu í höggi á 18. braut á Jaðarsvelli í gær og vann sér inn eina milljón króna. 500 þúsund krónur af upphæðinni mun renna til Hollvinasamtaka Sjúkrahúss Akureyrar.

Jónas var að keppa í Arctic Open golfmótinu en þar var 1.000.000 milljón króna í boði frá Sjóvá fyrir þann kylfing sem fyrstur færi holu í höggi á 18. braut.

11541930_1094522490561209_1091642245750006907_nMynd: gagolf.is