Fólksfækkun í Fjallabyggð á milli ára

Íbúar Fjallabyggðar voru í byrjun árs 2018, alls 1974 en voru 1997 árið 2017. Íbúum fækkar því um 23 á milli ára. Frá árinu 2011 hefur mestur fjöldi íbúa verið 2002 en það var árið 2012. Alls búa 996 karlar og 978 konur í Fjallabyggð.  Alls eru 397 íbúar 67 ára og eldri í Fjallabyggð. Íbúar yngri en 18 ára eru einnig alls 397.

Í Dalvíkurbyggð fjölgar um 33 á milli ára, voru nú í byrjun janúar 1367, en voru árið 2017 alls 1334. Á Sauðárkróki búa 2574 en voru 2564 árið 2017. Á Akureyri búa nú 18644 en voru 18342 árið 2017.

Myndir og tölfræði frá Hagstofu Íslands.
Myndir og tölfræði frá Hagstofu Íslands.