Fólksbíll rann í Eyjafjörð

Fólksbíll hafnaði niður í fjöru í austanverðum Eyjafirði í gær í kjölfar umferðaróhapps á Grenivíkurvegi. Ökumaður á leið til Akureyrar neyddist til að sveigja út af veginum, til að forðast árekstur, þegar á hann mætti bíl á öfugum vegarhelmingi. Bíll mannsins hafnaði á fjórum hjólum utan vegar. Þegar hann steig út úr bílnum rann hann af stað og hafnaði niður í fjöru, ríflega áttatíu metrum frá veginum. Bíllinn er talinn ónýtur.

Rúv.is greinir frá.