Kennarar og nemendur í áfanga um tölvuleiki og sýndarveruleika,TÖLE2IG05 í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, eru í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og fyrirtækið Myrkur Software. Samstarfið felst meðal annars í aðgangi að verkefnum frá HR. Myrkur Software framleiðir kennslumyndir sem eru unnar upp úr inngangsáföngum í HR og veitir ráðgjöf um kennslu.  Myrkur Software mun einnig hjálpa til við uppsetningu á sýndarveruleikabúnaði sem notaður verður í áfanganum í FNV.