Flugvallarhúsnæði á Siglufirði verði ekki lengur nýtt sem íbúðarhúsnæði

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur áherslu á að Flugvallarhúsnæði verði ekki leigt frekar sem íbúðarhúsnæði og er íbúum og leigusala gefinn frestur til 1.október n.k. til að rýma húsnæðið.  Lögð  er áherslu á að farið sé að lögum í slíkum málum. Bæjarráð Fjallabyggðar telur einnig rétt að leigusali og leigutaki tryggi öryggi þeirra sem dvelja í húsnæðinu hverju sinni.

Fjallað var nýlega um hér á síðunni að Ungmennaráð Fjallabyggðar hafi  í hug að nota Flugvallarbrautina sem kvartmílubraut fáist öll til skylin leyfi og samþykki ISAVIA.