Í dag, laugardaginn 30. september, verður haldin flugslysaæfing á Húsavíkurflugvelli. Þar munu viðbragðsaðilar á svæðinu æfa viðbrögð við því flugvél hlekkist á við lendingu og huga þarf af öllum þeim þáttum sem upp kom. Þar má nefna slökkvistörf, aðhlynningu, greiningu og flutningi slasaðra, rannsóknarstörf á vettvangi og síðan en ekki síst að allt skipulagið og stjórnkerfið í verkefnum sem þessu virki.
Vænta má talsverðrar umferðar viðbragðsaðila á og við flugvöllinn sem og á Húsavík.
Í gær var haldin skrifborðsæfing á Húsavík þar sem farið var yfir verklag í verkefnum sem þessum.
Gæti verið mynd af 10 manns, mótorhjól og texti