Flugeldasala í Fjallabyggð

Flugeldasala í Fjallabyggð hefst mánudaginn 28. desember en tvær Björgunarsveitir starfa á svæðinu. Á Siglufirði er það Björgunarsveitin Strákar sem selja flugelda til áramóta og halda einnig flugeldasýningu á Siglufirði á gamlárskvöld kl. 21. Í Ólafsfirði er það Björgunarsveitin Tindur sem selja flugelda til áramóta við Námuveg 2 í Ólafsfirði og halda þeir flugeldasýning kl. 20:30 á gamlárskvöld í Ólafsfirði.  Það er því um að gera að líta við hjá þessum sveitum og styrkja gott starf þeirra í leiðinni.