Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Stráka hefst í dag

Flugeldasalan hjá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði verður með breyttu móti þetta árið og spilar Covid19 þar stóran þátt í því.  Flugeldasalan verður í skemmunni í ár til að auðvelda að geta haldið öllum sóttvarnarreglum og er fólk hvatt til að koma ekki mörg í einu frá hverri fjölskyldu, því aðeins geta verið með 15 manns að hámarki á sölustaðnum.
Fyrir þá sem að vilja ekki koma á sölustaðinn vegna covid19 ástandsins þá er nýjung hjá Strákum að hægt er að versla á netinu alla flugelda á heimasíðunni  https://strakar.flugeldar.is/.

Þar getur fólk skoðað vörurnar og  allar skotkökurnar eru með myndbönd sem sýna hvernig þær eru. Fólk ætti því að geta vandað valið á netinu og gengið frá pöntuninni á einfaldan máta og sótt á sölustaðinn. Þannig kemst fólk hjá því að lenda í mannþröng og losnar við að bíða í röð.

Hægt er að borga með Netgíró og greiðslukortum.

Opnunartímar:
28. des 17:00-19:00
29. des 17:00-20:00
30. des 13:00-21:00
31. des 13:00-16:00

Björgunarsveitin Strákar þakkar fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða  er fólk hvatt til að fara varlega um áramótin.

Gleðilegt nýtt ár.

kveðja,
Björgunarsveitin Strákar.

Mynd gæti innihaldið: bíll, himinn og útivist