Flugsafn Íslands heldur árlegan Flugdag á 17. júní næstkomandi á Akureyrarflugvelli.  Að vanda verður margt skemmtilegt og forvitnilegt í boði. Ýmsar stórar og smáar flugvélar munu fljúga. Landhelgisgæslan, Icelandair, Norlandair, Air Iceland Connect og Circle Air taka virkan þátt.  Boðið verður upp á útsýnisflug gegn vægu gjaldi. Einnig má búast við herþotum sem eru staðsettar á Keflavík núna við loftrýmisgæslu.  Þyrluflug, módelflug, drónar og fleira fallegt.

Kaffi, vöfflur, pylsur og gos til hressingar. Svæðið opnar kl: 13:00. Aðgangseyrir 1000 kr. fyrir 12 ára og eldri.