Dalvík/Reynir hefur fengið til sín liðsauka fyrir lokabaráttuna í deildinni, en það er Florentin Andrei Apostu. Hann er þegar kominn með leikheimild og er að leika á Íslandi í fyrsta sinn.

Hann er sóknarmaður sem kemur til með að leysa allar stöður framarlega á vellinum. Andrei er Rúmeni sem er fæddur árið 2001 og hefur leikið á Spáni undanfarin ár.

Hann er hægri fótarmaður sem hefur spilað á miðju, á hægri kanti og sem framherji.

Hann spilaði síðast með CF Fuenlabrada Promesas Madrid á Spáni.