Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samþykkt að gera samning til áramóta við Eyjaflug um áætlunarflug milli Reykavíkur og Sauðárkróks og skorar jafnframt á stjórnvöld að auka fjárframlög til innanlandsflugsins í komandi fjárlögum í anda þeirrar byggðarstefnu sem boðuð hefur verið.
Ljóst er að áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli er Skagafirði mikilvægt. Byggðarráð Skagafjarðar hefur lagt á það þunga áherslu að Skagafjörður verði hafður með í næsta útboði ríkisins á innanlandsflugi. Ef innanlandsflugs nýtur ekki við, skerðir það samkeppnishæfni Skagafjarðar sem og Norðurlands vestra, en sá landshluti verður þá eini landshlutin utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar sem ekki nýtur áætlunarflugs.