Fljótaá opnuð

Fljótaá opnaði um síðustu helgi með tveimur löxum og 70 bleikjum. Í hófi við opnun árinnar var Orra Vigfússyni veit gullmerki Stangveiðifélags Siglufjarðar og útskorin gestabók að gjöf. Nú hafa veiðst 10 laxar og á þriðjahundrað bleikjur. Settir hafa verið upp kassar með veiðibókum við heimreiðar á Berglandi og Molastöðum og eru veiðimenn beðnir um að skrá alla veiði þar.