Eins og sjá má á myndum þá fauk hálft þakið af húsi á Siglufirði og dreifðist um allan bæinn bárujárnsplötur og brak.

Þá var einn húsbíll á tjaldsvæðinu á Siglufirði sem lyftist upp og svo fauk rúða af bílnum. Fólkið var mjög skelkað og fékk að gista hjá öðru fólki á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá tjaldverði Fjallabyggðar. Í morgun kom svo bílaleigan og setti húsbílinn inn í geymslu svo ekki yrðu frekari skemmdir.

Guðmundur Gauti Sveinsson sendi inn þessar myndir sem teknar eru í dag á Siglufirði.