Fleiri myndir frá Trilludögum

Trilludagar á Siglufirði voru haldnir um síðastliðna helgi og var það í þriðja sinn sem hátíðin hefur verið haldin, það er Fjallabyggð sem skipuleggur hátíðina.

Mikill tími fer í að skipuleggja svona hátíð svo allt fari vel fram, en hátíðin hefur lukkast vel í þau skipti sem hún hefur verið haldin, þótt góða veðrið hafi ekki alltaf verið á svæðinu. Mörg fyrirtæki leggja hönd á plóginn, en það eru Rauðka, Kjörbúðin, Aðalbakarí og Síldarminjasafnið, auk annara félaga.  Mjög vinsælt hefur verið síðustu árin að fara á sjóstöng og grilla aflann á hátíðarsvæðinu og eins hefur mætingin á hátíðargrillið verið góð.  Þetta er mjög gott dæmi um fjölskylduvæna hátíð. Hérna koma nokkrar síðbúnar myndir af síðustu Trilludögum.