Fjórtán skemmtiferðaskip bókuð til Siglufjarðar

Mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og á Tröllaskaga síðustu ár. Í fyrra var metár í komum skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar en 19 skip komu til hafnar árið 2015. Í ár hafa þegar 14 skip boðað komu sína og á eflaust eftir að bætast við í þann fjölda og einnig má búast við óvæntum heimsóknum með stuttum fyrirvara líkt og síðasta sumar. Flestir gestirnir sem koma í land heimsækja Síldarminjasafnið og sjá söltunarsýningu og ýmsir listamenn í Fjallabyggð koma einnig við sögu. Algengt er að skipin stoppi í hálfan dag í höfninni. Héðinsfjörður.is mun áfram fjalla um komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar líkt og síðasta sumar og má sjá alla komutíma hér á síðunni og upplýsingar um skipin. Til samanburðar þá hafa 47 skip boðað 99 heimsóknir til Akureyrar í sumar með rúmlega 92.000 farþega.

Þessi skip komu til Siglufjarðar 2014-2015.