Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Fjórir einstaklingar voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Norðurlands eystra að kröfu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu. Var þeim gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til laugardagsins 17. febrúar kl. 15:00. Þá var þeim gert að sæta einangrun á meðan rannsóknarhagsmunir standa til þess. Tveir þeirra lýstu því yfir að þeir hyggðust kæra úrskurðinn til Landsréttar í því skyni að fá hann felldan úr gildi.

Yfirheyrslur í gær yfir tveimur sakborningum af þeim sex sem handteknir hafa verið vegna málsins, hafa nú leitt til þess að þeim tveimur hefur nú verið sleppt úr haldi.