Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur bætt við sig nokkrum ungum leikmönnum frá KA og Þór sem fæddir eru á árunum 2003-2005. Ungir og efnilegir strákar sem munu keppast um mínútur í meistaraflokki í KF í vor og sumar.
Þetta eru þeir: Jón Frímann Kjartansson fæddur 2005, kemur frá KA og lék síðast með 3. flokki liðsins en lék áður með KF/Dalvík í 4. flokki. Hann lék tvo leiki á Kjarnafæðismótinu með KF í vetur.
Mikael Aron Jóhannsson kemur einnig frá KA, fæddur 2004, lék með 2. flokki KA síðasta sumar. Rúnar Freyr Egilsson kemur frá Þór og lék síðast með 2. flokki liðsins, hann er fæddur árið 2003. Sindri Sigurðarson kemur frá KA og er fæddur árið 2005, hann lék síðast með 2. flokki í sameiginlegu liði KA/Dalvík/Reynir/Magni.
Þetta eru allt ungir strákar með litla reynslu af meistaraflokksleikjum en eiga eftir að sýna sig í næstu leikjum í Lengjubikarnum og auka breiddina i leikmannahópnum í sumar. Þeir eru komnir til að ná sér í meiri reynslu og þróast sem leikmenn og munu klárlega berjast fyrir sæti í liðinu.