Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon

Fjórir einstaklingar sækjast eftir embætti forstjóra Skipulagsstofnunar sem auglýst var nýlega. Innviðaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar. 

Þriggja manna nefnd verður skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún mun starfa í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Umsækjendur eru í stafrófsröð.

  • Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar
  • Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi
  • Sigurbjörn Adam Baldvinsson, framkvæmdastjóri