Fjórir einstaklingar gistu í fangageymslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Þrír vegna ölvunar og hegðunar sem ekki er til eftirbreytni og einn vegna hótana, ráns, og vopnalagabrots auk brots á lyfjalögum og hótana gegn starfsmönnum lögreglu þar sem hann otaði hnífi að viðskiptavinum og starfsfólki veitingastaðar á Akureyri um miðjan dag í gær.
Maðurinn var í annarlegu ástandi, gisti fangageymslur og er nýlega laus eftir yfirheyrslu.