Fjórði sigur KF í röð

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Berserki í gær í 3. deild karla á Víkingsvelli í Reykjavík. Berserkir eru í næst neðsta sæti en liðið kom upp úr 4. deildinni á síðasta ári. KF hefur gengið vel í síðustu leikjum og fyrir þennan leik var liðið ósigrað í síðustu þremur leikjum.  KF vann fyrri leik liðina í vor 2-1 á heimavelli.

KF gerði fyrsta mark leiksins og kom það á 19. mínútu, en það skoraði Jakob Auðun Sindrason, með sitt þriðja mark í sumar. Valur Reykjalín skoraði svo fyrir KF þegar fimm mínútur voru til hálfleiks, staðan því 0-2 í hálfleik fyrir gestina. Heimamenn skoruðu svo mark á 69. mínútu og settu smá spennu í leikinn í stöðunni 1-2 en KF skoraði sigurmark leiksins á 86. mínútu og það gerði markahæsti maður KF í sumar, Ljubomir Delic með sitt sjötta mark.

KF er eftir 12 umferðir í 2. sæti, þremur stigum á eftir Kára sem eru efstir. KF leikur næst sunnudaginn 13. ágúst gegn toppliði Kára á Ólafsfjarðarvelli. Nú eru aðeins 6 umferðir eftir og á KF bæði leiki við liðin í efri hluta deildarinnar og fyrir neðan miðja deild. Hver sigur er því gríðarlega mikilvægur í þessum síðustu umferðum þar sem stutt eru í næstu lið við toppinn.