Fjórar brennur í Skagafirði á gamlárskvöld

Fjórar áramótabrennur eru í Skagafirði á gamlársdagkvöld.

  • Á Hofsósi verður kveikt í brennu á Móhól kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis hefst kl. 21:00.
  • Á Hólum verður kveikt í brennu sunnan við Víðines kl. 20:30. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Grettis hefst kl. 21:00.
  • Á Sauðárkróki verður kveikt í brennu norðan við hús Vegagerðarinnar kl. 20:30. Flugeldasýning Skagfirðingasveitar hefst kl. 21:00.
  • Í Varmahlíð verður kveikt í brennu við afleggjarann upp í Efri-Byggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flugbjörgunarsveitarinnar hefst kl. 21:00.